Tröð og Leigulistinn kynna gott iðnaðarhúsnæði á Höfðanum til leigu:Vorum að fá tæplega 700m² iðnaðarhúsnæði til leigu og afhendingar strax. Húsnæðið er með allt að 8m lofthæð við mæni og 5m við útvegg. Fín aðkoma og gott útipláss á malbikuðu bílaplani. Húsnæðið skiptist í starfsmannaaðstöðu og tvo vinnslusali með góðum lofgluggum og stórri innkeyrsludyr á milli þeirra sem getur t.d. hentað aðilum sem þurfa aðgreiningu í vöruferlinu. Skrifstofuhlutinn er um 100m² og skiptist í opið verslunarrými, lokaða skrifstofu, fundarherbergi, kaffistofu og snyrtingu. Guðlaugur veitir allar nánari upplýsingar í s. 511-2900.
Tröð.is ................... slóðin að réttu eigninni.