Íshella 1, 221 Hafnarfjörður
Tilboð
Atvinnuhús/ Lager - Iðnaðarhúsnæði
0 herb.
7500 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2018
Brunabótamat
0
Fasteignamat
58.400.000

Tröð og Leigulistinn s. 511-2900 kynna iðnaðarhúsnæði að Íshellu í Hafnarfirði til sölu eða leigu:

Vorum að fá 7.500m² iðnaðarhúsnæði sem hafinn er undirbúningur að byggja að Íshellu í Hafnarfirði. Um er að ræða þýskt límtréshús á einni hæð. Gert er ráð fyrir að selja eða leigja húsið í heilu lagi, eða í allt að 14 einingum sem geta verið á bilinu 307m² upp í 1.280m² með háum innkeyrsludyrum í hvert og eitt.  Miðað við niðurskiptingu á húsinu þá nýtist miðja þess sem lagerhúsnæði með 8,5-10m lofthæð, en lofthæð í öðrum bilum við útveggi yrði þá um 5,5- 8,5m.  Húsinu verður skilað tilbúnu að utan með fullfrágenginni lóð, með malbikuðu bílaplani og góðri útilýsingu. Að innan verða salirnir tilbúnir til notkunar, en salernis og kaffiaðstaða verður sett upp í samráði kaupendur/leigjendur. 

Húsnæði (nettóstærðir, innanmál)
0101  ATV. Húsnæði    438,8 M2.                                             0108  ATV. Húsnæði    1321,5 M2.
0102  ATV. Húsnæði    342,5 M2.                                             0109  ATV. Húsnæði    438,4 M2.
0103  ATV. Húsnæði    376,3 M2.                                             0110  ATV. Húsnæði    327,1 M2.
0104  ATV. Húsnæði    376,3 M2.                                             0111  ATV. Húsnæði    376,2 M2.
0105  ATV. Húsnæði    342,5 M2.                                             0112  ATV. Húsnæði    376,2 M2.
0106  ATV. Húsnæði    569,7 M2.                                             0113  ATV. Húsnæði    327,1 M2.
0107  ATV. Húsnæði    1190,7 M2.                                           0114  ATV. Húsnæði    568,4 M2.
Gangar og tæknirými Samtals : 156,8 M2

Áhugasamir hafið samband við sölumenn okkar og leitið nánari upplýsinga í s. 511-2900. 

Nánari skilalýsing:
Um er að ræða Þýskt límtréshús frá Derex, klætt með samlokueiningum frá Hollenska framleiðanddanum SAB Profiel, en gólfplatan verður staðsteypt og vélslípuð. Gluggar og hurðir verða úr áli að utan, en tré að innan. Sömuleiðis munu gönguhurðir vera úr áli af bestu gerð og innkeyrsludyr verða frá Hörmann með sjálfvirkum opnunarbúnaði. Lóðin verður skilað frágenginni með grasi og malbikuðu bílaplani.  Lóðin verður vel upplýst með kösturum á byggingunni fyrir framan hverja innkeyrsludyr. 

Tröð.is ..................... slóðin að réttu eigninni.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.