Smáratorg 3, 201 Kópavogur
Tilboð
Atvinnuhús/ Skrifstofuhúsnæði
2 herb.
820 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
0
Fasteignamat
0

 Tröð og Leigulistinn s. 511-2900 kynna nýtt skrifstofuhúsnæði í Turninum við Smáratorg til leigu:
 
Erum með alla 7. hæðina i Turninum í Smáranum til leigu. Grunnflötur hæðarinnar er um 820m² að brúttó stærð, þar af eru um 104m² í miðkjarna sem hefur að geyma stigahús, lyftur, lagnaleiðir og blautrými. Í kjarnanum eru 6 hraðskreiðar lyftur sem þjóna turninum og ganga frá bílakjallara hússins upp á 20. hæð. Bílakjallarinn rúmar 450 bíla og er þannig gert ráð fyrir að allir starfsmenn í húsinu hafi aðgang að bílastæði í bílakjallara. Að auki eru rúmlega 200 stæði á opnu bílaplani á jarðhæð hugsað fyrir viðskiptavini. Húsið er loftræst með sjálfvirkri stýringu á gluggum skrifstofubygginarinnar, sem eru tengdir við veðurathugunarstöð á þaki hússins, en húnstýriri hitastigi ofna og opnar og lokar gluggum eftir innstilltu hitastigi á hverri hæð. Á jarðhæð hússins er móttaka með tveimur starfsmönnum sem stýra aðgangi að fyrrtækjum í skrifstofuturninum, en hægt er að velja hvort hæðirnar eru opnar öllum, eða aðgangsstýrðar með lyklum sem virka í lyftum hússins, þannig að utanaðkomandi gestir komast aðeins inn með passa sem þeir fá í afgreiðslunni. Sérstaklega hefur verið gætt að því að starfsmenn í húsinu þurfi ekki að leita út fyrir turninn til þess að sækja alla helstu þjónustu, en í húsinu er veitingastaður, bankaþjónusta, hárgreiðslustofa, tannlæknar og snyrtistofa fyrir utan Heimkaup á jarðhæð og Bónus, Rúmfatalagerinn, Lyfju og ýmsa þjónustu á sama torgi, svo ekki sé minnst á Smáralindina við hliðina á. Frábært húsnæði sem uppfyllir allar nútímakröfur sem gerðar eru til skrifstofuhalds og vinnuumhverfis. Hafið samband við sölumenn okkar og pantið skoðun s. 511-2900.

 

trod.is ................ slóðin að réttu eigninni
 
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.