Fyrirtækið

Fasteignasalan Tröð var stofnuð 1. apríl árið 2000 af Guðlaugi Erni Þorsteinssyni rekstrarverkfræðing og hefur frá upphafi haft aðsetur í prýðilegu húsnæði á 2. hæð að Skipholti 50b. Við erum aðilar að Félagi fasteignasala og leggjum metnað okkar í fagleg vinnubrögð. Öll skjalagerð er í höndum Jóns G. Briem hrl. & löggilts fasteigna- fyrirtækja- og skipasala.

Fasteignasalan hefur frá upphafi verið sérhæfð í sölu atvinnuhúsnæðis og vorum við upprunalega sennilega sú eina á fasteignamarkaðinum sem sinnti eingöngu sölu atvinnuhúsnæðis. Að baki fasteignasölunnar býr gríðarleg þekking og reynsla af sölu atvinnuhúsnæðis, enda hefur einn aðaleigandi hennar starfað hnökralaust við sölu slíks húsnæðis síðastliðin 24 ár. Lögmaður fasteignasölunnar hefur áralanga reynslu sem lögmaður úr viðskiptalífinu, en m.a. 12 ára reynslu úr bankaheiminum sem útibússtjóri. Við viljum nota þetta tækifæri til þess að hvetja einstaklinga jafnt sem fyrirtæki og fjárfesta til þess að nýta sér þessa þekkingu, líkt og mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa gert, hvort sem þeir þurfa að kaupa eða selja atvinnuhúsnæði.

Nýlega hófum við einnig sölu á íbúðarhúsnæði, sem er í umsjá Elíasar Haraldssonar, löggilts fasteignasala, sem hefur áratuga reynslu á fasteignamarkaðinum af sölu íbúðarhúsnæðis.

Tröð fasteignasala vinnur jafnframt að sölu og leigu atvinnuhúsnæðis í samvinnu við Leigulistann ehf. Þannig getur þú fundið atvinnuhúsnæði bæði til sölu og leigu hér á síðunni í öllum stærðum og gerðum og nú nýlega íbúðarhúsnæði. Við viljum þó hvetja þig til þess að hafa samband við sölumenn okkar vegna þess að söluskráin á netinu er ekki tæmandi.

Við á Tröð leggjum okkur fram við að sinna viðskiptavinum okkar vel, láttu málið í okkar hendur og við sjáum um að fylgja því eftir til enda.

Sláðu á þráðinn síminn er 511-2900 og leyfðu okkur að aðstoða, eða sendu okkur tölvupóst á [email protected].

Tröð ...... slóðin að réttu eigninni