Aðalstræti 2, 101 Reykjavík (Miðbær)
Tilboð
Atvinnuhús/ Skrifstofuhúsnæði
0 herb.
218 m2
Tilboð
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
1930
Brunabótamat
846.450.000
Fasteignamat
474.700.000

Tröð og Leigulistinn kynna til leigu skrifstofuhúsnæði á Aðalstræti 2 101 Reykjavík.

Glæsileg og vönduð 218 fm. skrifstofurými á 3. hæð í lyftuhúsi við Aðalstræti 2 (Vesturgötumegin) 101 Rvík. Fallega innréttað rými í húsi sem búið er að endurnýja vandlega af Minjavernd í samræmi við upprunalega gerð í kringum aldamótin.
Hæðin er björt rishæð með hallandi lofti, mikilli lofthæð í miðjunni. Gluggar á göflum eru með klassísku útliti auki þeirra eru þakgluggar sem hleypa aukinni birtu inn í miðju rýmisins.  Fallegt og vandað tréverk, s.s. bitar í loftum og hefðbundin gólfborð gefa rýminu einstakt útlit.   Gott rúmgott stighús auk þess er lyftu staðsettri í glertengibyggingu. Lyftan opnast beint inn í rýmið.

Húsið er fyrrum pakkhús reist árið 1905 af H. P. Duus, sem rak mikla verslun og skútuútgerð í Reykjavík. Húsið, ásamt framhúsinu Aðalstrætismegin sem tengt er pakkhúsinu með glerhýsi, kallast einu nafni Ingólfsnaust því að á þessum stað herma sagnir að Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaður Íslands, hafi dregið skip sín í naust og voru tóttir naustsins enn sýnilegar á 18. öld.  Hafið samband við sölumenn okkar í síma 511 2900 og pantið skoðun, eða fáið frekari upplýsingar.


Tröð ............... slóðin að réttu eigninni.

 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.