Tröð og Leigulistinn s. 511-2900 kynna iðnaðarhúsnæði til leigu í Tónahvarfi í Kópavogi:Um er að ræða misstór bil að Tónahvarfi 5 sem nýtt er tveggja hæða staðsteypt fjölnotahúsnæði ásamt millilofti með aðgengi og innkeyrsludyrum bæði að ofanverðu og neðanverðu. Á neðri jarðhæð eru 2 bil laus frá 308m² ( ml=75m²) til 420m² (ml=102m²) sem geta leigst saman, en á efri jarðhæð eru 1 bil laust sem 570m² (ml =139m²). Mjög gott útsýni til norðurs á efri hæðum með stórum útsýnisgluggum sem eru allt að 1,8 m að hæð sem tryggir mikla birtu innan rýmis. Svalir eru á efri hæðum, um 10 fm að stærð. Rýmum verður skilað með salernum, ræstirými ásamt kaffistofu. Lofthæð er frá 6 – 7,5 m og 3 – 4,2 m á milliloftum. Bilin geta nýst undir ýmisskonar starfsemi svo sem heildsölur, skrifstofur, verslanir og vörulager.
Áhugasamir hafið samband við sölumenn okkar í s. 511-2900 og pantið skoðun.
Trod.is ..................... slóðin að réttu eigninni.